top of page

EPD blöð

net-zero-concept-and-carbon-neutral-natural-enviro-2023-11-27-05-11-53-utc.jpg
net-zero-concept-and-carbon-neutral-natural-enviro-2023-11-27-05-11-53-utc.jpg

Umhverfisyfirlýsing

Umhverfisyfirlýsing vöru er íslenska þýðingin á „Environmental Product Declaration“

VERKVIST sérhæfir sig í alhliða þjónustu við útgáfu og gerð Umhverfisyfirlýsinga (EPD) skjala fyrir vörur. EPD er staðlað skjal sem veitir skýrar, mælanlegar og vottaðar upplýsingar um umhverfisáhrif vöru út frá niðurstöðum lífsferilsgreininga (LCA).

 

Image by Francesco Gallarotti

EPD blöð

EPD blöð auðvelda arkitektum, byggingaraðilum og stjórnvöldum að taka upplýstar ákvarðanir um vöruval í ljósi nýrra ákvæða í byggingareglugerð um kröfu á lífsferilsgreiningum, sem taka gildi þann 1. September 2025.

 

Einnig óska framkvæmdaraðilar í auknum mæli eftir vörum með EPD blöðum þegar votta á byggingu t.d. með Svaninum eða BREEAM.

Forest Trees
Ice Covered Hills

Líftíma- og orkuútreikningar

Líftímaútreikningar fyrir byggingar á Íslandi eru lykilatriði í þróun varanlegra og sjálfbærra mannvirkja. Þessir útreikningar eru grundvallarþættir í að takast á við veðurfarslegar áskoranir eins og breytilegt veður, mikinn vind og raka. Útreikningarnir gera okkur kleift að meta orkunotkun og umhverfisáhrif yfir æviferil bygginga auk þess að stuðla að hagkvæmni og tryggja öryggi. Viðhald og endurnýjun er einnig mikilvægur þáttur, sem tryggir langlífi bygginga. Fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur af slíkum útreikningum er umtalsverður, bæði þegar kemur að kostnaði og minni umhverfisáhrifum auk þess að vera nauðsynlegir til að uppfylla reglugerðir og staðla.

bottom of page