top of page

Um okkur

Teymið

VERKVIST samanstendur af einstöku teymi með yfirgripsmikla, þverfaglega þekkingu og reynslu. Rík áhersla er lögð á að byggingar eru fyrir fólk, heilsa og vellíðan eru í fyrirrúmi og að vistspor bygginga sé lágmarkað. 

 

VISTAR - hópurinn er ört stækkandi og erum við spennt  að kynna þá sérfræðinga til leiks eftir því sem á líður.

 

Þann 1. mars 2024 var VERKVIST verkfræðistofa stofnuð af Ölmu, Böðvari og Sylgju. Sérfræðingar hver á sínu sviði með sameiginlega sýn og markmið.  Fljótlega bættist í hópinn og voru Hlynur og Árna komin strax fyrsta mánuðinn. 

Í júní 2024 erum vð orðin 11 talsins og erum að uppfæra undirsíður með kynningu fyrir hvern og einn. Þær munu birtast von bráðar.

Markmið

VERKVIST veitir sérfræðiráðgjöf til hönnuða, arkitekta, byggingarverktaka, húseigenda og notenda varðandi innivist, vistvottun, orkunýtingu, loftgæði og rakaástand. 

Vistvænar byggingar eru fyrst og fremst byggingar sem endast, skemmast ekki vegna raka og þurfa ekki ótímabært viðhald. Gæði bygginga endurspeglast þannig í lægri viðhaldskostnaði og vellíðan notenda. 

Góð innivist skilar sér í jákvæðum áhrifum á vitræna starfsemi, betri námsárangri, meiri afköstum og framlegð. Góð innivist þýðir færri fjarvistardagar á vinnustað og minni áhætta á þeim skertu lífsgæðum sem fylgt geta veikindum vegna rakaskemmda og myglu. Góð loftgæði eru þar lykilatriði.

Við leggjum áherslu á samstarf og virðingu fyrir öllum aðilum í byggingarferlinu og stefnum að framúrskarandi þjónustu sem skilar varanlegum árangri.

VERKVIST á Verk og VIT 2024

Sagan 

VERKVIST verkfræðistofa er meðal annars byggð á sprotafyrirtækinu, Húsi og heilsu stofnað árið 2006, sem er  fyrsta ráðgjafafyrirtækið á Íslandi til að hefja rannsóknir og ráðgjöf á rakaskemmdum og myglu.

Í byrjun árs 2024 tók hópur sérfræðinga sig saman og stofnaði verkfræði- og ráðgjafastofuna VERKVIST þar sem lögð er áhersla á vistvæni og heilnæmi bygginga í víðu samhengi. 

Þessi hópur á það sameiginlegt að hafa unnið við rannsóknir, ráðgjöf og hönnun á sviði byggingartækni, innivistar og vistvænna bygginga á síðustu áratugum og hefur brennandi áhuga á að leggja sitt af mörkum til þess að bæta byggingar á Íslandi þar sem fólk og umhverfi eru í forgrunni. 

Vinnuumhverfi

Við leggjum ríka áherslu á teymisvinnu og nýjungar og stöðugar umbætur, þar sem hver teymismeðlimur nýtir sérhæfða þekkingu sína til að mæta þörfum viðskiptavina.

 

Með gagnkvæmum stuðningi og samvinnu viljum við skapa nýjar og traustar lausnir sem standast mismunandi kröfur.

VERKVIST er sveigjanlegur, heilsueflandi og fjölskylduvænn vinnustaður þar sem virðing og skoðanafrelsi er í forgrunni. Við trúum því að hver einstaklingur eigi rétt á að þróast og vaxa í starfi, í samræmi við eigin áhuga og styrkleika. Okkar markmið er að veita umhverfi sem hvetur til þekkingarleitar, skapandi hugsunar og persónulegs vaxtar, með áherslu á andlega og líkamlega vellíðan. Við sjáum fjölbreytileika og skoðanir sem auðlind; þær eru grundvöllur fyrir nýsköpun og framfarir.

Hjá VERKVIST leggjum við ríka áherslu á vellíðan starfsfólks, góða innivist og gott vinnuumhverfi.

bottom of page