top of page

Klara flýgur til Svíþjóðar

Á föstudaginn gerðum við samstarfsfélagarnir hjá VERKVIST okkur glaðan dag og skelltum okkar á Billiard barinn og út að borða en tilefnið var að kveðja hana Klöru okkar í bili.

Klara er að fara til að ljúka mastersnámi í Civil and Architectural Engineering hjá KTH Royal Institute of Technology í Svíþjóð með sérhæfingu í Sustainable buildings (sjálfbærum byggingum). Klara verður þó enn hluti af teyminu í fjarvinnu en hún mun taka að sér einhver verkefni með okkur samhliða námi ef tími gefst sem tengjast sjálfbærni, umhverfismálum, orkuútreikningum, vottunum, rakaöryggi og heilnæmri innivist.


Við samstarfsfélagarnir munum sakna Klöru enda mikill orkubolti og gleðigjafi og óskum henni góðrar ferðar og góðs gengis í skólanum. Hlökkum til að fá hana aftur til okkar um jólin.


Látum nokkrar myndir frá deginum fylgja með. Starfsmannafélag VERKVISTAR er vel virkt og heitir FÉLAGSVIST en gott er að þétta hópinn og gera okkur dagamun reglulega saman.



Comments


bottom of page