top of page

Kaffispjall um forvarnir, rakavarnir & vottanir

Í vikunni héldum við erindi á kaffistofu stofnunnar og kynntum þjónustu VERKVISTAR þar sem forvarnir í hönnun bygginga, rakavarnir og vottanir fengu hvað mesta athygli.

 

Alma Dagbjört Ívarsdóttir fór yfir þjónustu Verkvistar í sjálfbærni m.a. Svansvottanir, hermibúnað fyrir orkuútreikninga, lífsferilsgreiningar, endurnotkun byggingaefna o.fl.

 

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir fjallaði um rakaöryggi, hlutverk rakaöryggisfulltrúa hjá VERKVIST og verkferla til að rekja sig aftur í tímann ef frávik verða.


Böðvar Bjarnason kom svo inn á úttektir á rakaástandi, byggingaeðlisfræði, mikilvægi þess að hanna rétt, fylgja því staðfast eftir í öllu byggingaferlinu með góðri verkefnastjórnun og að velja vel þegar kemur að efnisvali.


Fulltrúar frá VERKVIST geta komið inn í verkefni af hvaða stærðargráðu sem er með sérfræðiráðgjöf og stutt við öflugt starf sveitarfélaga, stofnanna, verktaka, arkitekta og fyrirtækja er varðar byggingatækni, byggingaeðlisfræði, heilnæma innivist, sjálfbærni, orkunýtingu, kolefnisspor og umhverfisþætti.



Á myndinni má sjá ört stækkandi hóp sérfræðinga VERKVISTAR.



Comments


bottom of page