top of page

Hulda Einarsdóttir til VERKVISTAR

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna nýjan starfsmann, Huldu Einarsdóttur, sem hóf starf hjá VERKVIST þann 2. maí.

Hulda Einarsdóttir er útskrifuð með B.A í Arkitektúr og M.S í Umhverfis- og auðlindafræði. Hulda er mikill umhverfissinni og stundar einnig doktorsnám þar sem hún vinnur m.a. að verkefninu „Carbon Sink Cities“. Hulda hefur brennandi áhuga á lausnum til að draga úr losun frà byggðu umhverfi.

„Við erum virkilega ánægð að fá Huldu í teymið okkar. Hennar megin áherslur hjá VERKVIST verða á umhverfi, sjálfbærni og kolefnissporsgreiningar. Hún smellpassar inn í teymið okkar og kemur með ferskan anda og faglegan bakgrunn“, segir Alma Dagbjört Ívarsdóttir, einn af eigendum VERKVISTAR.

Nánari upplýsingar um Huldu


Comments


bottom of page