Það er okkur sönn ánægja að tilkynna nýjan starfsmann, Huldu Einarsdóttur, sem hóf starf hjá VERKVIST þann 2. maí.
Hulda Einarsdóttir er útskrifuð með B.A í Arkitektúr og M.S í Umhverfis- og auðlindafræði. Hulda er mikill umhverfissinni og stundar einnig doktorsnám þar sem hún vinnur m.a. að verkefninu „Carbon Sink Cities“. Hulda hefur brennandi áhuga á lausnum til að draga úr losun frà byggðu umhverfi.
„Við erum virkilega ánægð að fá Huldu í teymið okkar. Hennar megin áherslur hjá VERKVIST verða á umhverfi, sjálfbærni og kolefnissporsgreiningar. Hún smellpassar inn í teymið okkar og kemur með ferskan anda og faglegan bakgrunn“, segir Alma Dagbjört Ívarsdóttir, einn af eigendum VERKVISTAR.
Nánari upplýsingar um Huldu
Comments