Í starfsnámi sínu hjá VERKVIST fékk Heiðdís tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem snúa að greiningu og úrbótum á rakaástandi bygginga. Hún framkvæmdi loftþéttleikamælingar, slagregnspróf á gluggum, rakamælingar í botnplötum og rakaskimun húsnæðis. Einnig tók hún DNA-sýni til að meta rakaástand og myglu, auk þess að vinna með byggingarefnissýni.
Til viðbótar lagði Heiðdís sitt af mörkum í að uppfæra og fara yfir gæðakerfi VERKVISTAR þar sem stefnan er að fá það vottað á nýju ári. Hún sýndi bæði fagmennsku og metnað, í takti við kjarnagildi VERKVISTAR þar sem er lögð áherlsa á samvinnu, fagmennsku og framsækni.
Við þökkum Heiðdísi fyrir frábært samstarf og óskum henni alls hins besta í framtíðinni. Við vitum að hún á eftir að ná langt á sínu sviði.
Comentarios