Innivist
Rakaástand
Úttekt á rakaástandi felur í sér rakaskimun og mælingar á öllum áhættusvæðum.
Úttekt byggir á eftirfarandi þáttum:
-
Saga byggingar, notkun og viðhald
-
Uppbygging og byggingarefni
-
loftlekar
-
loftræsing
-
-
Rakaskimun
-
Sýnataka, myglusýni, byggingarefnissýni
-
Mælingar, síritun á loftgæðum eða loftsýni
Loftgæðamælingar
Loftgæðamælingar eru framkvæmdar með síritum frá ATMO.
Með síritun loftgæða má fá upplýsingar um breytingar og frávik á eftirfarandi þáttum: hita, loftraka, svifryki (PM1, PM2,5, PM10), TVOC, formaldehýði, NOX, hávaða og lýsingu.
Hægt er að fá beinan aðgang að upplýsingum í gegnum forrit í símanum og fylgjast þannig með loftgæðum í rauntíma. Einnig er hægt að fá úrvinnslu og greiningu á gögnum með tillögum til úrbóta.
Sýnataka
DNA sýni eru tekin þannig að strokið er af yfirborði til þess að ná uppsöfnuðu ryki og kanna hvort samsetning örvera eða magn sé yfir eðlilegum mörkum.
Þessi sýnataka gefur vísbendingar um hvort einhvers staðar séu rakaskemmdir í nálægu rými eða svæði.