Byggingar
Rakaöryggi
Rakaöryggi við hönnun og framkvæmd felur í sér að takmarka skemmdir og afleiðingar raka. Ef rakaástand fer út fyrir öryggismörk raka geta afleiðingar komið fram eins og fúi í timbri eða trjákenndum efnum, örveru- og mygluvöxtur, aukin útgufun frá byggingarefnum og aukin varmaleiðni í einangrandi byggingarefnum. Einnig geta komið fram frostskemmdir, tæring málma, úrfellingar eða hreyfingar á byggingarefnum. Síðast en ekki síst hefur óeðlilegt rakaástand bygginga áhrif á loftgæði.
Rakaöryggiseftirlit á verktíma felst í því að tryggja veðurvarnir á framkvæmdatíma og að verkþáttaröð valdi ekki óþarfa rakaálagi. Rakaöryggi eykur endingu, hámarkar nýtingu og lágmarkar vistspor bygginga.
VERKVIST útbýr rakavarnaráætlanir fyrir Svansvottun og sinnir hlutverki rakavarnarfulltrúa.
Byggingareðlisfræði
VERKVIST leggur áherslu á að byggingaeðlisfræði sé lykillinn að sjálfbærum, heilnæmum og vistvænum byggingum. Með samþættingu sjálfbærni og byggingaeðlisfræði getum við stefnt að því að byggja húsnæði sem er ekki aðeins öruggt og endingargott, heldur einnig í sátt við náttúru, heilsu og vellíðan.
Við notum WUFI hermihugbúnað í okkar vinnu en það er mikilvægt tól í hönnun sjálfbærra bygginga. WUFI gefur upplýsingar um raka- og hitaflutning en það gagnast við val á byggingarefnum m.a. til að forðast byggingargalla og stuðla að orkusparnaði.
Á þennan hátt mótar VERKVIST framtíðina í byggingariðnaði með viðskiptavinum sínum.
Líftíma- og orkuútreikningar
Líftímaútreikningar fyrir byggingar á Íslandi eru lykilatriði í þróun varanlegra og sjálfbærra mannvirkja. Þessir útreikningar eru grundvallarþættir í að takast á við veðurfarslegar áskoranir eins og breytilegt veður, mikinn vind og raka. Útreikningarnir gera okkur kleift að meta orkunotkun og umhverfisáhrif yfir æviferil bygginga auk þess að stuðla að hagkvæmni og tryggja öryggi. Viðhald og endurnýjun er einnig mikilvægur þáttur, sem tryggir langlífi bygginga. Fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur af slíkum útreikningum er umtalsverður, bæði þegar kemur að kostnaði og minni umhverfisáhrifum auk þess að vera nauðsynlegir til að uppfylla reglugerðir og staðla.